Hoppa yfir í efni

Línusamþykktir

Samþykkjandahópar eru notaðir hvort sem um er að ræða einn samþykkjanda eða fleiri í línum eins og í haus.

alt text

Ef fyrirtæki er ekki með línusamþykkt er best að fela reitinn "Samþykkjandahópur" í línum. Þá gildir samþykkjandahópur í haus fyrir reikning.

Ef fyrirtæki er með línusamþykkt eru samþykkjandahópar valdir í innkaupareikningshaus og í hverri línu.

Þegar beiðni til samþykktar er send fá allir samþykkjendur tölvupóst.

alt text

Hver samþykkjandi sér reikningslínu til samþykktar undir "Beiðnir til samþykktar" eða á Samþykktavefnum. Hann sér ekki aðrar línur né haus.

alt text

Þegar lína hefur verið samþykkt breytist staða hennar í "Útgefin".

alt text

Allar línur verða að vera samþykktar (með stöðu "Útgefin") áður en haus er samþykktur. Þar með er ekki hægt að bóka reikning ef það vantar línusamþykkt.

Hægt er að skoða hvernig samþykktir raðast á innkaupareikning með því að opna "Síðustu samþykktir". alt text